Alveg frá því að Þingvallavatnið opnaði formlega þann 1. maí, höfum við fengið myndir og fréttir af bolta urriðum sem þar eru að veiðast. Nú síðast var það þessi glæsilegi 92 cm bolti sem við fengum fregnir af. Veiðimaðurinn heitir Elvar Örn Friðriksson. Fiskurinn var tekinn í Þjóðgarðinum. Sjá fleiri myndir hér að neðan.
Eins og áður sagði þá var fiskurinn 92 cm á lengd og ummálið var 54 cm. Honum var að sjálfsögðu sleppt aftur. Myndirnar tók Friðrik Þ. Stefánsson.
{gallery}urridi{/gallery}