Helgin sem er framundan er ein af stóru helgunum í lífi hins íslenska stangveiðimanns.Þá fáum við tækifæri til að kynna okkur það helsta sem er í boði hjá stærstu veiðibúðunum á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið, nýta okkur ýmiss kynningartilboð og hitta á nokkra af þeim Stóru í hinum Alþjóðlega fluguveiðiheimi. Dagskráin hjá Veiðihorninu lítur vel út og þetta eru nokkrar ástæður fyrir okkur til að líta þar við um helgina:
- Fyrir þá sem þekkja Sage stangirnar og þá töfra sem búa í þeim frábæru handgerðu flugustöngum, þá mætir maðurinn á bak við hönnun þeirra, Jerry Siem, á svæðið. Nýjustu stangirnar sem Jerry hefur hannað er Sage ONE og Sage Circa. Jerry Siem er einnig einn af fremstu flugukösturum samtímans.
- Simon Gawesworth, sem á heiðurinn af hinum vinsælu Rio flugulínum, verður einnig í Veiðihorninu um helgina. Simon er einn af þekktari kastkennurum veraldar og hefur gefið út mikið af frábæru kennsluefni á bókum og DVD.
- Um helgina verða Sage stangir, Rio línur og Redington vörur á sérstökum kynningarafslætti í tilefni komu Simon og Jerry. En eins og menn vita þá fara þessar vörur sjaldan á útsölur, nema þegar eldri lagerar eru seldir.
- Um helgina verða happadrætti í gangi sem gestum Veiðihornsins er boðið að taka þátt í. Í vinning eru ýmiss veiðileyfi, veiðivörur og Sage ONE stöng að verðmæti 119.900.
- Á heilatímanum, meðan opið er í Veiðihorninu, mun Simon gefa einum viðstöddum Rio línu. Samtals 10 flugulínur.
- Steingrímur Einarsson verður með kynningu á íslenska fluguhjólinu og ætlar að selja eldri módel á tilboðsverði.
- Að auki verður margt annað á boðstólnum eins og sjá má hér.
Fyrir mig eru þetta allavegana nóg af ástæðum til að kíkja á Sumardaga Veiðihornsins um helgina.
[email protected]