Við höfum að undanförnu verið að segja frá nýjum flottum flugum sem Júlli í Flugukofanum hefur verið að hnýta. Við sögðum um daginn frá flottri flugu sem gaf vel í Brúará, Búkolla heitir hún og nú um páskahelgina var flugan Tiger Tail að gefa vel í Eldvatni. Tiger Tail kemur í nokkrum afbrigðum eins og sést hér að neðan. Eldvatnsbirtingurinn hér til hliðar var 74cm langur og fékk að sjálfsögðu að synda aftur útí ána að myndatöku lokinni. 

Það er nokkuð um lausar stangir/holl í Eldvatni nú í apríl og mai. Stangardagurinn á kr. 12.500 til 16.500. Sjá nánar hérna.

 

[email protected]