Í gær voru tilboð í veiðifrétt í Tungufljóti í Vestur Skaftafellssýslu opnuð. Útboðstíminn náði til árana 2014-2018. Eins og flestir veiðimenn vita, þá er Tungufljótið ein besta sjóbirtingsá landsins. SVFR hefur verið með svæðið á leigu í nokkuð mörg undanfarin ár. Sex tilboð bárust í útboðinu, frá 3 aðilum. Fiská ehf var með hæsta tilboðið í ána. Um lækkun er að ræða frá síðasta samningi en þó verður að geta þess að SVFR hefur fengið lækkun á samningsgreiðslum að undanförnu og hæsta tilboðið er ekki langt frá greiðslum SVFR í ár.
Fiská ehf er m.a. með Eystri Rangá, Affallið, Þverá í Fljótshlíð og Miðá í Dölum á leigu. Einnig var félagið með hæsta tilboðið í útboði Flekkudalsá fyrr í sumar.
Félagsfundur veiðifélagsins á eftir að fjalla um tilboðin áður en gengið verður til samninga við einhvern þeirra sem skilaði inn tilboðum.
Þess má geta að SVFR bauð einnig í Tungufljót. Í ljósi þess að þeirra tilboð var ekki hæst þá telst líklegt að nýr leigutaki taki við Tungufljóti í haust.