Í lok síðasta árs sögðum við frá því að Veiðifélag Eldvatns í Meðallandi óskaði eftir tilboðum í silungsveiði í Eldvatni í Meðallandi fyrir árin 2013 til 2019, að báðum árum meðtöldum. Eingöngu er heimil fluguveiði. Leyfð er veiði á sex stangir, veiðitími er 1. apríl til 10. október ár hvert. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn, 26. janúar.

Samkvæmt því sem kemur fram inni á Vötn & Veiði bárust 3 tilboð í veiðiréttinn og voru þau á bilinu 2-5 m.kr. Tilboðin þrjú voru frá Hreggnasa og tveimur óstofnuðum félögum, Unubót og Verndarsjóði sjóbirtingsins. Pétur Pétursson var með svæðið á leigu til 2011 en síðasta sumar sá Veiðifélagið sjálft um að selja leyfi í ána. Ekki er s.s. vitað hvaða væntingar veiðifélagið hafði til þeirra tilboða sem bárumst, en ljóst er þó að um lægri upphæðir er að ræða en í þeim samningi sem rann út árið 2011. Veiðifélagið mun fara yfir tilboðin á fundi í byrjun febrúar og mun þá koma í ljós hvort einhverju tilboðanna verði tekið eða öllum hafnað.

Við munum birta ítarlegri fréttir af útboðinu á næstu dögum.

[email protected]