Einn þeirra sem var í Veiðihorninu um helgina, var hann Engilbert Jensen. Eins og flestir vita þá er hann mjög góður fluguhnýtari. Gestir í Veiðihorninu gátu fylgst með Engilbert hnýta sínar meistaraflugur og spurt hann ráða og jafnvel fengið að grípa í væsinn, undir hans handleiðslu. Ein af hans flugum er þessi hérna til hliðar sem hann hnýtti fyrst fyrir um 28 árum síðan. Hann nefndi hana Toby Tube, enda var svarti Toby spúnninn að hluta til innblásturinn að þessari flugu. Engilbert hnýtir hana yfirleitt mjög stóra, 3-4 tommu langa. Hún hefur gefið honum vel í skoluðu/lituðu, miklu vatni og reyndist mikil aflafluga fyrst þegar hún kom fram.

 

[email protected]