Tungufljót í Bláskógabyggð er byrjað að taka á móti veiðimönnum. Veiða.is kíkti á fossinn Faxa í dag sem er efsti veiðistaður laxasvæðisins. Við höfðum heyrt að töluvert af laxi væri komin á svæðið og við fengum það staðfest meðan við litum þar við. Tveir laxar stukku niðri á breiðunni, annar þeirra mjög vænn. Við höfðum áður heyrt að sést hefði til laxa, ofan og neðan brúar. Laus veiðileyfi eru á svæðinu næstu daga, stöngin er á 19.800 kr.

 

{gallery}tungufljot{/gallery}
[email protected]