Enn og aftur eru ótrúlega flottir fiskar að veiðast í Þingvallavatni. Frá því veiði hófst í vatninu, með formlegum hætti, þann 20. apríl hafa margir urriðar, 80 cm og yfir veiðst. Einn þeirra sem duglegur hefur verið að stunda vatnið er Emil Gústafsson. Við sögðum frá 65 cm löngum urriða sem hann veiddi 21. apríl og svo hefur hann náð nokkrum öðrum til viðbótar. Í dag toppaði hann þó sjálfan sig þegar hann veiddi einn 95cm sem var 55cm í ummál. Þennan fisk sjáum við hér til hliðar og er hann að líkindum nokkuð yfir 20 pundunum. Fiskinn veiddi hann í Vatnkoti í Þjóðgarðinum.
Skömmu eftir að Emil yfirgaf vatnið þá veiddi Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa, þennan flotta fisk hér til hliðar. Báðir þessir fiskar eru geisilega sverir og vel haldnir. Til hamingju báðir tveir.
Í ljósi þess að veiðin í vatninu hefur verið þetta góð í vor þá söknum við þess að ekki sé haldið utan um veiðina með formlegum hætti; að veiðimenn skrái veiðistað, stærð, tíma og svo framvegis í sameiginlega veiðibók. Við höfum a.m.k. ekki rekið augun í þá veiðibók.
{gallery}Ting{/gallery}