Vel heppnaðri veiðivertíð í Þingvallavatni lauk nú í vikunni, 15. september. Veiðin hófst fyrr en áður, þann 20. apríl og fyrstu vikur tímabilsins komu á land ótalinn fjöldi urriða, nokkrir um og yfir 20 pundin. Bleikjan fór síðan að gefa sig undir lok mai á sama tíma og urriðinn fór að hverfa útí djúpið. Bleikjutímabilið var gott, þó sérstaklega í júní. Þó svo að mest hafi veiðst af urriða í apríl og maí, þá settu veiðimenn í þennan flotta fisk, af og til í allt sumar. Þessi hér til hliðar kom á land í lok ágúst sunnanmegin í vatninu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá liðnu tímabili.
{gallery}T2014{/gallery}