Nýju leigutakarnir í Ytri Rangá fengu þá hugmynd í vetur að þróa silungsveiðina á efra svæði árinnar með nýjum hætti. Bjóða þeir veiðimönnum og öðrum sem hafa áhuga, að ferðast niður þessa stórfallegu á í Kano og gista i svonefndum Lavo tjöldum á meðan veiðiferðinni stendur. Veiðisvæðið er um 25km að lengd og geymir um 50 merkta hylji. Á ferðalaginu sjá veiðimenn að mestu um sig sjálfir, þó svo að þeir færi sig á milli 3ja tjaldbúða á leiðinni niður ána.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem Norðmaðurinn Tore Tiltnes tók á dögunum þegar hann veiddi á á svæðinu, þá er fiskurinn stór og aðbúnaðurinn góður sem veiðimönnum er boðið uppá. Veidd er með 6-8 stöngum á svæðinu og til viðbótar við veiði í Ytri Rangá, þá veiða menn einnig í Galtalæk.
Spennandi nýjung sem gaman verður að prófa einn daginn.
{gallery}ytriurridi{/gallery}