Það er 20. apríl og veiðin er hafin í Þingvallavatni. Eins og við greindum frá um helgina, þá er enn nokkur ís við ströndina sumstaðar í Þjóðgarðinum en vestasti hluti hans, Lamhaginn og Leirutáin eru ís laus. Þessi flotti urriði hér til hliðar, kom einmitt á land á Leirutánni í morgun. Veiðimaðurinn heitir Rasmus Ovesen. Fiskurinn tók streamer með ljósum búk og marebau í væng – skull með augum. Nú er um að gera fyrir veiðimenn að ná sér í Veiðikortið 2015 og skella sér í Þjóðgarðinn. Fyrir þá sem eru á póstlista veiða.is, þá kostar Veiðikortið kr. 5.990. Sendið póst á veiða.is