Síðustu vetur hafa ansi margar ár og vötn skipt um leigutaka. Þessi vetur virðist ætla að verða aðeins rólegri hvað þetta varðar, þrátt fyrir óárann í laxeiði sumarsins og bölsýni bæði veiðimanna og leigutaka. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að nokkrar ár fari í útboð á komandi vikum. Nú í vikunni var það aftur á móti veiðifélag Laxár í Leirársveit sem bauð út 3 vötn í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Sjá tilkynninguna að neðan.
Fréttatilkynning
Veiðifélag Laxár í Leirársveit óskar eftir tilboði í veiðirétt Eyrarvatns (norður hluta), Glammastaðavatns/Þórisstaðavatns og Geitarbergsvatns ásamt Selós og Þverá á milli vatna fyrir veiðitímabilið 2015-2017.
Staðsetning veiðisvæðis er í Svínadal í Hvalfjarðarsveit.
Tilboðum skal skila til formanns fyrir kl.13.00 20. nóvember 2014 á tilboðsblaði sem fylgir útboðsgögnum.
Allar nánari upplýsingar og skilmála veitir Hallfreður Vilhjálmsson formaður. Sími 864-7628- netfang [email protected]
Stjórn Veiðifélags Laxár