Nú er komið haust og stutt í veturinn. Þetta er sá tími þegar ár og vatnasvæði skipta um hendur, þ.e. leigutaka. Engin læti hafa þó verið í þeim efnum nú í haust þó er örlítil hreyfing á málunum. Í október var útboð með veiðirétt í Hvolsá og Staðarhólsá og rann skilafrestur út fyrir útboðið þann 1. nóvember. Annað útboð er í gangi núna, en Veiðifélag Laxár í Hvammssveit óskar eftir tilboði í lax og silungveiði á þeirra svæði, fyrir árin 2016-18. Veiðin í Laxá hefur verið á 36-94 skráðir laxar undanfarin ár.

Fleiri útboð gætu litið dagsins ljós á næstu dögum.

info at veida.is