Veiðin heldur áfram og þó svo að fréttum kunni eitthvað að fækka frá veiðislóðum, þá veiðast enn flottir fiskar inná milli. Nú um stundir eru aðstæður örlítið erfiðar á suðurlandi sökum vatnavaxta í mörgum ám, en það mun fljótlega breytast því nú fer að kólna og snjóa, ef marka má veðurspár. Þó svo að margir þeirra fiska sem eru að veiðast, séu horaðir eftir veturinn þá eru þessir tveir hérna dæmu um hið gagnstæða – báðir veiddust í Varmá nú fyrir helgi. Hér til hliðar er Jóhann Freyr Guðmundsson með glæsilegan birting en að neðan er Hermann jonsson með bolta bleikju.