Vatnamótin er eitt besta og gjöfulasta veiðisvæði á Íslandi. Þar veiðist aðallega sjóbirtingur og iðulega veiðast fiskar um og yfir 20 pundin. Eins og venja er á sjóbirtingsslóðum, hefst veiðin í byrjun apríl. Í uppafi vertíðar minnti veturinn vel á sig og á fyrsta degi snjóaði mikið. Það kom hinsvegar ekki í veg fyrir góða veiði. Það sem af er apríl hafa um 300 fiskar komið á land á stangirnar 5 sem gerir ca. 2 1/2 sjóbirting á stöng að meðaltali á dag. Bæði eru að veiðast niðurgöngufiskar og sprækir geldfiskar.
Vatnamótin eru stórt vatnasvæði með mörgum mögulegum veiðistöðum. Veiðisvæði Vatnamóta er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvísl ásamt smærri lækjum, sameinast jökulvatni Skaftár. Á þessu svæði safnast iðulega saman sá fiskur sem annað hvort er á leið upp vatnakerfið, eða á leið til sjávar, eins og gerist snemma á vorin. Því er það reynsla leigutaka svæðisins að veiði getur haldist mjög góð langt fram í maí.
Mynd frá opnunarholli Vatnamótana.  Myndina tók Kristinn Þorsteinsson
 
Inná veida.is er hægt að finna nokkra lausa daga í Vatnamótunum í byrjun maí. Verð á veiðileyfum á þessum tíma er kr. 13.100 sem telst með því ódýrara sem gerist í góðri sjóbirtingsá. Sjá hér.