Aðstæður í Vatnamótunum voru ágætar þegar veiði hófst að morgni 1. apríl. Þegar leið á daginn fór að kólna og svo að snjóa, og snjóaði mikið. Myndirnar hér að neðan sýna hvernig umhorfs var í gær og í lok sunnudagsins. Samtals komu um 75 fiskar á land í opnuninni.

Þorvaldur K. Þorsteinsson og Georg Garðarsson voru í opnunar holli Vatnamótanna

Georg Garðarsson stórveiðimaður að sleppa 12 punda fiski sem hann veiddi á fluguna Olsen Olsen frá Kröflu
Myndirnar tók Kristinn Þorsteinsson

Nánari upplýsingar um Vatnamótin má finna hér vinstra megin á síðunni. Einnig eru upplýsingar um veiðileyfi að finna undir laus veiðileyfi.