Upplýsingar um veiðikortið og vötnin í því, eru hérna inni á veiða.is. Nokkur þessara vatna opnuðu þann 1. apríl og líkt og með ýmiss önnur veiðisvæði þá fór veiðin hægt af stað. En nú hafa þau sum hver vaknað af vetrardvala. Inná www.veidikortid.is birtst frétt þann 15. apríl af aflabrögðum í ýmsum vötnum þar á meðal veiði í Meðalfellsvatni þann 13. apríl en þá fékk veiðimaður tvo 7 punda fiska.
Annar var staðbundinn urriði en hinn sjógenginn.
Myndin hér að neðan er fengin að láni á www.veidikortid.is en hún sýnir urriðana tvo úr Meðalfellsvatni.