Mönnum hefur verið tíðrætt um opnunina á laxveiðitímabilinu nú í ár. Víða er veiðin fremur döpur en fyrir norðan, til að mynda í Vatnsdalnum, hefur veiðin verið mjög góð. Veiðin í Vatnsdalsá hófst 21. júní og var fyrsta hollið með 23 laxa. Nú, 6 dögum síðar eru samtals 71 lax komin á land. Meðalþyngd þessara laxa er 5,98kg og meðallengdin er 83 cm. Frábærar tölur. Eins og svo oft áður, þá er það Hnausastrengurinn sem gefið hefur flesta fiska, 17 talsins.
Mynd: Hnausastrengur. Einar Falur.