Laxveiðin hefur víða verið döpur hér á landi í sumar, þó svo hægt sé að finna ár sem mega una sáttar við sitt. Ein þessara áa er Vatnsdalsá. Inná vefnum vatnsdalsa.is má finna smá samantekt á sumrinu en þar koma eftirfarandi tölur fram. Heildarfjöldi laxa er 760. Meðalþyngd veiddra fiska var 4,56 kg. og meðallengd var 74,13 cm. 419 laxar voru 70cm eða lengri. 210 laxar voru 88cm og lengri. 73 laxar voru 90cm og lengri. Að auki komu um 500 birtingar og bleikjur á land á laxasvæðinu, en margir þessara fiska voru á bilinu 65-70 cm. 

Ef horft er til alls þessa má sjá að sumarið í Vatnsdalnum hefur verið gott. Lesa má nánar um það hérna.

{gallery}vatnsdalur2014{/gallery}

[email protected]