Vatnsá í Heiðardal er um 190 km frá Reykjavík og um 10 km frá Vík. Vatnsá rennur úr Heiðarvatni og fellur í Kerlingardalsá, jökulá sem á upptök sín í Mýrdalsjökli. Lengd veiðisvæðis allt að 6 km.

 

Veiðitímabilið í Vatnsá hefst uppúr 25. júlí. Framan af tímabilinu í sumar var veiði fremur dræm og ekki hjálpaði að vætuna vantaði. Á meðan vatnið var lítið í Vatnsá þá hélt fiskurinn sig meira niðri í Kerlingadalsá en að undanförnu, eftir að haustrigningarnar hófust, hefur nokkuð mikið af fiski gengi uppí Vatnsánna og alla leið uppí Heiðarvatn. Í dag eru 2-6 laxar að veiðast á dag í ánni og svipað af sjóbirtingi en þess má geta að birtingurinn er ansi vænn þetta haustið. Lax hefur einnig verið að veiðast í Heiðarvatni og sjóbirtingsveiðin er vaxandi þar. Í Kerlingardalsá er fiskur að ganga alla daga og vænir fiskar að veiðast.

Í Vatnsá er veitt á 2 stangir og einungis er veitt á flugu. Veitt er til 10. október.