Veiðifélag Hvolsár og Staðarhólsá bauð á dögunum út veiðirétt á starfssvæði félagsins fyrir árin 2016-2019. Nokkur tilboð bárust en niðurstaða stjórnar félagsins var að taka engu þeirra tilboða. Veiðifélagið hefur gengið til samstarfs við veiða.is um sölu veiðileyfa í Hvolsá og Staðarhólsá fyrir veiðisumarið 2016.
Veitt er með 4 stöngum í Hvolsá og Staðarhólsá og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Lax og bleikja veiðist í ánum. Meðalveiði síðustu 10 ára eru um 200 laxar. Bleikjuveiðin hefur sveiflast mikið í gegnum tíðina en meðalveiði er í kringum 500 bleikjur á sumri. Sumarið 2015 voru rúmlega 300 bleikjur færðar til bókar. Mjög gott veiðihús stendur veiðimönnum til boða og má með sanni segja að svæðið sé kjörið fyrir fjölskyldur og vinahópa sem vilja skella sér í góða veiði. Hér má sjá lausa daga í Hvolsá og Staðarhólsá.
info at veida.is