Veiðisvæðið Straumar í Borgarfirði er þar sem Hvítá og Norðurá sameinast. Um svæðið fer mikið af laxi sem er á leið uppí laxveiðiárnar ofar á svæðinu. Veiðin getur oft á tíðum verið ævintýraleg í Straumunum en veitt er á 2 stangir. Í júní og júlí er leyfilegt agn fluga en í ágúst bætist spúnninn við. Veiðimaður sem var að koma úr Straumunum í gær sagði okkur að um 10 laxar væru komnir á land. Þeir sjálfir höfðu sett í 6 laxa en náð aðeins einum.
Öll holl í júní og júlí eru seld í Straumum en það eru laus holl í ágúst. Þau er hægt að sjá hérna.