Á hverju ári má segja að nokkrar dagsetningar skipti veiðimenn meira máli en aðrar. Í fyrsta lagi er það fyrsti dagur veiðitímabilsins 1. apríl og nú hefur dagsetningin 20. apríl hlotið nokkur sess en þá hefst veiði í Þingvallavatni, en það er eftir 3 daga. Aðrar dagsetning eru sumardagurinn fyrsti en þá hefst veiðin í Elliðavatni og svo er það 5. júní þegar laxveiðivertíðin hefst.

Reikna má með að á mánudaginn, þegar veiðin í Þingvallvatni hefst, þá munu flestir veiðimenn leggja leið sína í Þjóðgarðinn enda er nóg að vera komin með Veiðikortið 2015 til að mega veiða á því svæði. Þegar veiða.is átti leið um þjóðgarðinn í dag, þá blasti þessi sjón við, sem hér sést á myndum. Töluverður ís er enn við eða nálægt landi, þó svo að staðir eins og Lambhagi sé að mestu leyti ís laus. Það eru nokkuð hlýjir dagar framundan, svo meira af ísnum mun hörfa á næstunni. Veðurspá mánudagsins gerir ráð fyrir hita á bilinu °4-7, 5-7m/s og rigningu eða skúrum.

{gallery}is{/gallery}

[email protected]