Nú eru 2 mánuðir þar til veiðitímabil hefst í Þingvallavatni, 20. apríl. Þetta er annað árið í röð sem veiði hefst í vatninu þetta snemma. Aðrar breytingar sem gerðar voru í fyrra, var að einungis er heimilt að veiða á flugu í Þjóðgarðinum fram til 1. júní og sleppiskylda er á öllum urriða. Í fyrra fór veiðin rólega af stað en jókst þegar leið að mánaðamótum apríl/maí. Sjá meðal annars hér.
Í lok apríl og í maí áttu veiðimenn margar góðar stundir við vatnið og margir stórir urriðar komu á land, m.a. nokkrir um og yfir 20 pundin. Hér má sjá frétt um stórveiði hjá Tómasi Skúlasyni og í þessari frétt má sjá nokkra fleiri fiska úr vatninu.
Það er hægt að fá veiðileyfi á all mörgum stöðum við Þingvallavatn, en einfaldast og ódýrast er þó að ná sér í veiðikortið 2015 og þá er hægt að veiða eins oft og mikið og menn vilja, fyrir landi Þjóðgarðsins. Veiðikortið kostar kr. 6.900 – sendu póst á [email protected] ef þú vilt ná þér í kortið.
Það voru ýmsar flugur sem gáfu vel í fyrravor en einna helst voru það ljósar straumflugur, Black Ghost og Nobblerar, sem voru að gefa. Hér er eitt box sem gott er að vera með sér í vor þegar farið er eftir urriðanum.
Það eru einungis 60 dagar þar til veiði hefst í vatninu. Það er því ekki ráð nema í tíma sé tekið og um að gera fyrir veiðimenn að fara að yfirfara veiðigræjurnar og fluguboxinn.