Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veiða.is þá hafnaði veiðifélag Norðurár í kvöld öllum tilboðum sem bárust í ána í nýlegu útboði um veiðirétt árinnar á árabilinu 2014-2018. Tvö „gild“ tilboð bárust í veiðiréttinn og eitt frávikstilboð án þess að nein leiguupphæð væri nefnd. Gildu tilboðin tvö komu frá SVFR. Annað var í nafni ehf. í eigu SVFR en hitt frá félaginu sjálfu. Tilboðið frá SVFR hljóðaði uppá 76,5m fyrir árið 2014. Tilboðið frá einkahlutafélaginu hljóðaði uppá 83,5m. Leiguverð Norðurár fyrir árið 2013 er 85 m.kr.

Beðið er tilkynningar frá Veiðifélaginu og SVFR varðandi málið.

Uppfært 22:30: Á fundinn í kvöld voru mættir 32 af 41 félagsmanni í Veiðifélagi Norðurár. 28 samþykktu tillöguna um að hafna framkomnum tilboðum en 4 voru á móti. Skv. Frétt á Skessuhorni þá sagði Birna Konráðsdóttir formaður Veiðifélagsins “ að nú muni menn taka sér góðan tíma í að meta næstu skref. Mögulega verði áin boðin út síðar eða þess freistað að bændur selji sjálfir veiðileyfin, eða stofni um það félag. Það ætti þó alveg eftir að skýrast en nú færi stjórn félagsins í að meta næstu skref.“

[email protected]