Veiðivertíðin hófst í dag eins og allir veiðimenn vita. Við munum hingað týna saman nokkrar fréttir frá hinum ýmsu veiðisvæðum, bæði þeim sem hér er að finna, inni á veiða.is, en einnig öðrum.
- Brúará – Við sögðum frá flottri veiði þar í morgun. Um 20 bleikjur voru komnar á land uppúr hádegi.
- Brunná – Átta flottir fiskar komu á land á fyrstu vaktinni, 50-60 cm langir.
- Hólaá – Veiða.is heyrði af 11 flottum urriðum sem komu þar á land fyrir landi Úteyjar.
- Vífilstaðarvatn – þrátt fyrir fjölda veiðimanna sem sóttu vatnið heim í morgun, var árangurinn ekki mikill. Veiða.is hafði ekki heyrt af neinum afla um kl. 11:00.
- Meðalfellsvatn – Frekar rólegt veiði var í vatninu í dag þó tölvert fjölmennt væri á bökkum þess. Þó heyrðum við af mönnum sem náðu að setja í allt að 10 urriða.
- Laugarvatn – Rólegt var við laugarvatn í dag en þó sást til veiðimanna. Engin afli sást hinvegar en undanfarnar vikur hafa menn skotist í vatnið og náð einni og einni bleikju. Vatnið er svo gott sem íslaust.
- Apavatn – Engin veiðimaður var við vatnið þegar veiða.is var á ferðinni í dag. Nokkuð mikill ís er ennþá á vatninu.
- Vatnamótin – Kalt og hráslagalegt var í morgun þegar veiðimenn hófu veiðar. Það rigndi á veiðimenn vatnshitinn var lítill. Nóg er af fiski á svæðinu en það var ekki fyrr en sólin fór að sýna sig eftir hádegi sem birtingurinn fór að taka. Tólf komu á land á skömmum tíma og alls voru um 20 komnir á land um kl. 17:30 þegar veiða.is hafði samband við Ragnar í Hörgslandi.
- Tungufjót í Skaftártungu – Mokveiði var þar í morgun.
- Litlaá í Kelduhverfi – Opnun árinnar var frábær í dag. 93 fiskar komu á land. Sjá hér.