Þá er veiðivertíðin hafin, í roki og rigningu víðast hvar á landinu. Fínn vorhiti er á suðurlandi en kalt fyrir norðan. Veiðin virðist víða fara rólega af stað. Í Varmá voru veiðimenn komnir með um 14 fiska um kl. 11. Áin lítur vel út, þó frekar lítið vatn sé í henni miðað við oft áður á þessum árstíma. Á myndinni hér að ofan má sjá Árna Kristinn Skúlason með urriða úr Varmá í morgun. Rólegt var í morgun og fáir við veiðar við Vfilsstaðarvatn, enda miklar rigningarhriðjur sem gengu yfir vatnið.
Rólegt var við Brúará og ekki nokkurn veiðimenn að sjá uppúr hádegi – svo virðist sem hvassviðrið við ána hafi fengið veiðimenn til að taka daginn frekar seint.
Af sjóbirtingsslóðum fyrir austan er það helst að frétta að flestir sem við höfum heyrt frá fóru seint út, enda yfir 20 m/s og rigning þar í morgun. Veður á að lagast e. hádegi og þá er von á veiðifréttur að austan.
Við munum skella inn fleiri veiðifréttum síðar í dag.