Vel rættist úr fyrsta veiðidegi ársins víða um land. Veðrið var að sjálfsögðu ráðandi þáttur framan af degi, en eftir hádegi lagaðist veðrið og var bara nokkuð gott. Á sjóbirtingslóðum á suðurlandi var veiðin fín. Úr tungulæk komu um 80 fiskar. 12-15 fiskar komu á land í Vatnamótunum. Í Geirlandsá settu veiðimenn í um 10 fiska einnig heyrðist að ágætri veiði í tungufljótinu þegar leið á daginn.
Veiðin í Varmá var einnig mjög góð, sérstaklega þegar leið á daginn. Ekki komu mörg tröll á land, en þó komu nokkrir í kringum 60 cm.
Einn veiðimaður kíkti í Galtalæk í gær í ca. 2 klst. og náði 4 fiskum á land, engum stórum, en þó voru þeir að sýna sig í læknum í gær.
Brúará var lítið stunduð í gær og búast má við fréttum frá ánni í dag. Ágætis veður verður næstu daga og líklegt að veiðimenn munu nýta það vel.