Veiðin hófst í Eldvatni í Meðallandi þann 1. apríl eins og algengt er með sjóbirtingsár á suðurlandi. Veðrið var ómögulegt á fyrsta degi tímabilsins en miklu betra í gær, 2. apríl. Eins og undanfarin 2 ár, þó er fiskur mjög dreifður í upphafi tímabilsins. Einn fiskur kom á land neðan brúar en en einnig komu fiskar á land ofarlega í ánni. Samtals náði opnunarhollið 12 fiskum, þeir stærstu voru 80 og 83cm en bara 3 fiskar undir 70 cm. Það eru laus holl í Eldvatni í apríl.