Veiðin rúllaði einnig af stað fyrir norðan þann fyrsta apríl. Ekki hafa margar fréttir borist þaðan, en þó veiðist vel í Litluá, yfir 70 fiskar á 1. apríl og yfir 40 annan apríl. Brunná var síðan „opnuð“ í gær þegar Matthías Þór Hákonarson og félagi hans kíktu í ána. Niðurstaðan var 32 fiskur, bland í poka, bleikjur, urriðar, birtingar og einn lax. Hér á myndinni að ofan er Matti með einn af urriðum gærdagsins. Þess má geta að laust er í Brunná næstu daga.