Jæja, þá er mesti hrollurinn komin úr veiðimönnum. Opnunarhollin að öllu jöfnu komin heim aftur, flestir með töskurnar fullar af flottum minningum. Veðrið var víðast hvar eins og það gerist best og veiðin eftir því. Hér að neðan ætlum við að stikkla á stóru í fréttum af hinum ýmsu veiðisvæðum.

 

  • Brúara – Svæði árinnar fyrir landi Spóastaða hefur sjaldan eða aldrei komið jafn vel undan vetri. Um 40 bleikjur og einn birtingur komu á land fyrstu 2 dagana. Fyrri daginn var það neðri hluti árinnar sem var að gefa vel en seinni daginn voru á ferðinni menn sem þekktu efri hlutann vel enda veiddu þeir þar 14 flottar bleikjur.
  • Litlaá – Fyrstu 2 dagarnir gáfu 170 fiska. Frábær byrjun í ánni og ekki ósvipað byrjuninni í fyrra. Inná V&V kemur fram að í aflanum voru 95 bleikjur og 75 urriðar. Sjá nánar inná V&V.
  • Tungufljót – Fyrsta hollið landaði 37 fiskum og flestir þeirra voru á bilinu 60-80 cm. Við birtum stutta frétt frá opnunardeginum á mánudaginn.
  • Húseyjarkvísl – 33 fiskar komu á land hjá þeim Mokveiðimönnum. Skilyrði voru erfið; sól og gargandi logn, eins og segir á FB síðu Húseyjarkvíslar.
  • Vatnamótin – Opnunarhollið í Vatnamótunum náði 44 fiskum. Hollið var fremur fámennt að sögn Ragnars í Hörgslandi og því var hann nokkuð ánægður með niðurstöðuna. Hollið sem var að taka við í dag á hádegi (3/4), landaði 15 fiskum síðdegis. Nokkur holl eru laus í lok mánaðarins í Vatnamótunum en sá tími telst mjög góður á svæðinu.
  • Geirlandsá – 67 fiskar komu á land hjá opnunarhollinu í Geirlandsá, þar af voru 9 fiskar á bilinu 80-98 cm.
  • Brunná – Hátt í 30 fiskar komu á land í Brunná fyrstu 2 dagana. Áin er að stimpla sig inn sem spennandi vorveiði á.
  • Tungulækur – 110 fiskar komu á land úr þessum magnaða læk á upphafsdegi vertíðarinnar.
  • Vötnin í kringum Reykjavík – Vífilsstaðarvatn var mjög rólegt fyrstu 2 daga vertíðarinnar en Meðalfellsvatn var að gefa þokkalega urriðaveiði.

[email protected]