Veiðin í Gufuá hefur verið fín að undanförnu. Töluvert af fiski er komin í ána en hann heldur sig lang mest á neðstu stöðum hennar. Veiðimenn sem voru í ánni á föstudaginn náðu 9 löxum, flestum á bilinu 5-6 pund. Nú er nálægt 25 laxar komnir á land úr ánni. Ágætt vatn hefur verið þessa fyrstu daga vertíðar og ekki útlit fyrir að það breytist enda rigning í kortunum. Hér má finna upplýsingar um lausar stangir í ánni en verð veiðileyfa í Júlí er á bilinu 17.500 – 20.000.

 

Bleikjan virðist vera mætt aftur á veiðisvæði Spóastaða í Brúará. Veiðimaður sem var um helgina í ánni sagði að mikið af bleikju væri fyrir ofan foss. Hann náði sjálfur 4 og missti nokkrar. Dagsleyfið kostar kr. 3.300 í Brúará. Hér má sjá nánari upplýsingar um lausar stangir.

Veiðimaðurinn hér að ofan heitir Sveinn Ingi en hann náði sínum fyrsta Gufuár laxi fyrir skömmu.
[email protected]