Veiðin í Brúará fyrir landi Spóastaða hefur verið upp og ofan í sumar. Það hafa komið flott skot en þess á milli er minna af bleikju á svæðinu. Við viljum enn og aftur minna veiðimenn á að færa aflann til bókar, eða senda okkur aflatölur í pósti. Nú er að nálgast september en það er uppáhaldstími margra í ánni. Við heyrðum af tveimur aðilum sem voru við veiðar þar í fyrradag og náðu þeir þá 6 flottum bleikjum á 2 klst. og settu í miklu fleiri fiska, þar á meðal einn lax. Voru þeir fyrir ofan foss, á brotinu og þar fyrir ofan. Nóg er laust á næstunni í Brúará, stöngin á kr. 3.300 – sjá hérna.