Nú er ein mesta ferðahelgi ársins hafin, Hvítasunnuhelgin. Hluta úr þessari helgi er upplagt að nota til að kíkja í veiði með allri fjölskyldunni. Veiðikortið ætti að vera ferðafélagi hverrar fjölskyldu. Vel veiðist þessa dagana í mörgum vötnum og er Þingvallavatnið ekki undanskilið í þeirri upptalningu. Bleikjan er að sýna sig í miklu mæli og enn veiðist einn og einn urriði. Veðurspáin er góð fyrir helgina og eins og sjá má á þessum myndum hér að neðan, þá lék veðrið einnig við veiðimenn í gærkveldi við vatnið.
Njótið helgarinnar.
{gallery}thorsteinsvik{/gallery}