Veiðikortið er nú að hefja sitt níunda starfsár. Vinsældir þess hafa vaxið ár frá ári og ljóst er að þær munu ekki minnka við nýjasta meðlim þess, Elliðavatnið. Veiðikortið 2013 er komið í sölu og fer fljótlega í dreifingu. Hér að neðan er fréttatilkynning sem Veiðikortið gaf út í upphafi nýs starfsárs.

Veiðikortið 2013 er að koma út á næstu dögum. Elliðavatnið komið á kortið!

Nú styttist í að Veiðikortið 2013 komi út en áætlað er að byrjað verði að dreifa því fyrstu viku desembermánaðar, þannig að kortið verður klárt í jólapakka landsmanna. Byrjað er að selja kortið á vefnum www.veidikortid.is og verða pantanir sendar um leið og bæklingurinn kemur úr prentun.
Það er sérstaklega ánægjulegt að kynna Elliðavatnið inn sem nýjan mögulegan áfangastað fyrir veiðikortshafa við borgarmörkin. Auk Elliðavatns er heimilt að veiða í Hólmsá og Nátthagavatni. Í Hólmsá verður þó einungis heimilt að veiða á flugu. Með tilkomu Elliðavatnsins í Veiðikortinu verður ennþá auðveldara fyrir höfuðborgarbúa að skjótast í veiði t.d. fyrir eða eftir vinnu.
Vatnasvæðið í Svínadal, þ.e.a.s. Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn og Eyrarvatn munu ekki vera í Veiðikortinu 2013.
Veiðikortið 2013 kostar aðeins kr. 6.900.- en verðið var búið að standa óbreytt síðustu 4 ár.“

Veiðikortið fæst ekki eingöngu inná veiðikortið.is heldur einnig hér á veiða.is. Sjá hér.

Þess má geta að þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá veiðikortið á BETRA VERÐI. Nánar um það í næsta fréttabréfi.