Veiðikortið hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu ár, enda er vart til hagkvæmari leið fyrir veiðimenn til að komast í veiði. Kortið hefur verið í mörgum jólapökkunum undanfarin ár og nú er Veiðikortið 2014 að koma út. Örlitlar breytingar verða fyrir næsta sumar þegar tvö ný vötn bætast við og eitt dettur út.
Hér að neðan má lesa tilkynningu sem barst frá Veiðikortinu:

 25/11/2013

Fréttatilkynning
Veiðikortið 2014 er að koma út á næstu dögum, þannig að það ætti að vera klárt í jólapakka landsmanna. Tvö ný vötn bætast við og eitt dettur út. Verðið er óbreytt frá því í fyrra eða kr. 6.900.

Það er ánægjulegt að kynna að við bætum við tveimur vatnasvæðum, Gíslholtsvatni í Holtum og Vestmannsvatni í Suður-Þingeyjarsýslu. Sárlega hefur vantað vatn á suðurlandi þannig að Gíslholtsvatn þéttir hringinn.

Þingvallavatn II fyrir landi Ölfusvatns dettur út, en það er mjög lítið svæði sunnanmegin við vatnið.

Einnig minnum við á að Elliðavatnið er að sjálfsögðu áfram en það bættist við úrvalið í fyrra.

Hér fyrir neðan er listi yfir þau vatnavæði sem eru í Veiðikortinu 2014:

1 Arnarvatn á Melrakkasléttu
2 Baulárvallavatn á Snæfellsnesi
3 Elliðavatn
4 Gíslholtsvatn
5 Haugatjarnir í Skriðdal
6 Haukadalsvatn í Haukadal 
7 Hítarvatn á Mýrum 
8 Hólmavatn í Dölum
9 Hópið í Húnavatnssýslu
10 Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu 
11 Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi
12 Hraunsfjörður á Snæfellsnesi
13 Kleifarvatn á Reykjanesskaga
14 Kleifarvatn í Breiðdal
15 Kringluvatn í Suður-Þingeyjarsýslu
16 Langavatn í Borgarbyggð
17 Laxárvatn í Dölum
18 Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu
19 Meðalfellsvatn í Kjós
20 Mjóavatn í Breiðdal
21 Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð
22 Skriðuvatn í Suðurdal
23 Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði
24 Svínavatn í Húnavatnssýslu
25 Syðridalsvatn við Bolungavík
26 Sænautavatn á Jökuldalsheiði
27 Urriðavatn við Egilsstaði
28 Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn
29 Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði
30 Vestmannsvatn í S-Þingeyjarsýslu
31 Vífilsstaðavatn í Garðabæ
32 Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur
33 Þingvallavatn – þjóðgarður
34 Þveit við Hornafjörð
35 Æðarvatn á Melrakkasléttu
36 Ölvesvatn – Vatnasvæði Selár

Með bestu kveðju,
Ingimundur Bergsson
www.veidikortid.is

[email protected]