Nú er veiðikortið 2016 komið út. Veiðikortið hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár og er orðið mikilvægur veiðifélagi flestra veiðimanna. Kortið veitir aðgang að 35 vötnum víðsvegar um land, þar á meðal Þingvallavatni, fyrir landi þjóðgarðsins, Elliðavatni og Vífilsstaðarvatni. Kortið er tilvalin jólagjöf fyrir veiðimanninn. Kortið kostar kr. 6.900 en þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá kortið á kr. 5.990. Hægt er að panta kortip með því að senda póst á info at veida.is

Smá breytingar verða á úrvali vatna sem eru í kortinu; „Kringluvatn fyrir norðan sem og vötnin fyrir landi Sólheima í Dölum, Hólmavatn og Laxárvatn verða ekki með“ sumarið 2016. Hér má sjá bæklinginn sem fylgir með kortinu.

info at veida.is