Nú styttist hratt í 1.apríl en þá opna ýmiss veiðisvæði eins og Brúará og Varmá en einnig nokkur vötn í Veiðikortinu. Það er samt reyndar svo að sum vatnanna í Veiðikortinu eru opin allt árið og önnur opin meðan ís heftir ekki veiði. Meðal þeirra sem eru opin allt árið eru Gíslholtsvatn, Kringluvatn í Suður Þingeyjarsýslu, Urriðavatn við Egilstaði og Víkurflóð við Klaustur. Sem dæmi um vötn sem opna 1. apríl eru Meðalfellsvatn í Kjós, Vífilsstaðarvatn, Þveit og Hraunsfjörður á Snæfellsnesi. Hér má sjá inná vef Veiðikortsins nánari upplýsingar um opnun vatnanna.

Nú er um að gera að fara að ná sér í Veiðikortið 2014 og munið að þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá kortið á kr. 5.990.

[email protected]