Þeim fjölgar smámsaman veiðileyfunum hér inná vefnum, sem eru í boði fyrir komandi veiðivertíð. Nú fyrir nokkrum dögum fengum við júní og maí daga á ósasvæði Laxár á Ásum í sölu inná vefinn. Annars vegar er um að ræða veiði í Húnavatni og hins vegar í Hólmakvísl, á sem rennur úr Húnavatni og út í sjó. Bæði Vatnsdalsá og Laxá á Ásum renna í Húnavatn og síðan sameiginlega til sjávar í Hólmakvísl. Mikið af fiski gengur í gegnum svæðið og er á svæðinu í maí og júní. Um er að ræða fallskipta veiði og því veiða menn stundum seint á kvöldin og jafnvel inní nóttina, ef þannig stendur á sjávarföllum. Á svæðinu veiðist aðallega bleikja, birtingur og lax. Sjá nánar hérna.

info@veida.is