Brúará er ein af betri bleikjuám landsins. Iðulega skipar hún sér sess meðal þeirra 10 aflahæstu. Bleikjuveiði hefur verið á uppleið í ánni síðustu ár, eftir smá niðursveiflu uppúr miðjum síðasta áratug. Alltaf veiðast nokkrir laxar í ánni á hverju sumri. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.

Veiði í Brúará er stunduð frá nokkrum bæjum en þekktastur þeirra er líklega Spóastaðir. Veiða.is mun sjá um sölu veiðileyfi í Brúará fyrir landi Spóastaða sumarið 2013. Sala veiðileyfa fer af stað innan skamms. Áhugasamir geta sent póst á [email protected] til að fá nánari uppýsingar.

[email protected]