Veiða.is mun sjá um sölu veiðileyfa í Hlíðarvatn fyrir Stangaveiðifélagið Árblik úr Þorlákshöfn í sumar. Árblik er eitt þeirra félaga sem leigir veiðirétt í Hlíðarvatni. Félagið var stofnað 1988 en það leigir út 2 stangir ásamt veiðihúsi. Stangirnar eru leigðar út saman. Hér má sjá nánari upplýsingar um Hlíðarvatn og Árblik.

Veiðitímabilið í Hlíðarvatni hefst þann 1. mai og því lýkur í lok september. Vatnið hefur verið með vinsælli áfangastöðum fluguveiðimanna á suðvestur horninu í langan tíma.

Veiðileyfin verða skráð inná veiða.is í byrjun næstu viku. Þá fyrst mega félagar í Árblik skrá sig fyrir leyfum en að loknu því tímabili, mun öllum gefast færi á að ná sér í dag eða daga í vatninu.

Á næstu dögum mun framboð leyfa inná veiða.is aukast enn meira. Fylgist með því.