Svartá í Skagafirði er mjög góð 4 stanga urriðaá en eina leyfilega agnið í Svartá er fluga. Síðustu árin hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu árinnar og liður í henni er að öllum fiski er sleppt aftur í ána. Sumarið í sumar var líklega það besta í Svartá á síðari tímum. Margir urriðar veiddust í ánni í sumar, bæði stórir og smáir fiskar. Stærstu fiskarnir voru á bilinu 64-70 cm en einnig var mikið af smærri fiski. Nú erum við farin að huga að næsta tímabili því lausir dagar næsta sumar í Svartá voru að koma inná vefinn. Stangardagurinn næsta sumar verður á kr. 8.200.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Svartá og lausa daga þar næsta sumar.

{gallery}svarta2{/gallery}

[email protected]