Veiði hófst í Hvolsá og Staðarhólsá í gær en árnar renna saman til sjávar í Saurbæ í Dalasýslu. Veitt er á 4 stangir í Hvolsá og Staðarhólsá og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Veiðimenn sem voru við veiðar í gær náðu amk. 2 löxum og sáu nokkra til viðbótar í ánni. Árnar hafa verið vinsælt veiðisvæði smærri hópa enda fylgir mjög gott veiðihús með leyfum í ánni og leyfin eru alls ekki dýr, ef þau eru borin saman við aðrar laxveiðiár. Einnig veiðist töluvert af bleikju í ánni og ósnum. Það er eitt laust holl í Hvolsá og Staðarhólsá í júlí, 8-11. júlí og eitt í ágúst, 19-22. ágúst. Svo eru 5 dagar lausir í September. Hægt er að senda póst á [email protected] fyrir nánari upplýsingar um þessi holl.