Veiði í Veiðivötnum hófst í dag kl. 15. þann 18. júní. Það er ljóst að margir veiðimenn eru orðnir spenntir að komast uppá hálendið. Sumarið í fyrra var frekar erfitt; væta og kuldi voru einkennandi fyrir sumarið. Alls veiddust þá 19.777 fiskar sem var töluvert minna en síðustu sumur. Annað sem var einkennandi fyrir síðasta sumar var að fleiri bleikjur veiddust en urriðar á stangveiðitímanum, sem er mjög óvenjulegt.
Veiðimenn vona að sjálfsögðu að sumarið í sumar verði gott í veiðivötnum og kannski gefur þessi flotta bleikja hér að ofan góð fyrirheit um það sem koma skal. Bleikjuna veiddi Guðmundur Orri Mckinstry fyrr í dag í Snjóölduvatni.