Svartá er 4ra stanga urriðaá í Skagafirði. Undanfarin ár hefur verið unnið að rannsóknum á stofnunum árinnar með það að markmiði að byggja þá upp. Hefur það tekist mjög vel og hefur veiðin aukist mikið og urriðinn stækkað. Veiði hófst í ánni nú um helgina og kemur áin vel undan vetri. Valdemar Friðgeirsson var einn þeirra sem var í opnunarhollinu og fengum við þessar myndir hér lánaðar hjá honum. Veiðin var góð og urriðinn sterkur og sprækur. Um 30 urriðar komu á land, flestir um 50cm langir. Mest var veiðin á púpur og var þar flugan Hrafna fremst í flokki. Hér má finna laus veiðileyfi í Svartá í sumar en stangardagurinn kostar einungis kr. 7.500.
{gallery}svarta1{/gallery}
Hér má lesa nánar um Svartá og kíkja á myndir frá ánni.