Það er oft svo fyrst á vorin að veiðin á suðurlandi fái mestu athyglina. Enda eru margar góðar ár á þeim hluta landsins og auðveldara að stóla á að það viðri til veiða. Nú léku hinsvegar veðurguðirnir einnig við veiðimenn fyrir norðan. Blíðan var það mikil ástundum, að þótti helst til mikið, aðstæður urðu erfiðari. Hér að neðan er smá myndasyrpa frá Brunná og Litluá. Önnur á sem opnar von bráðar fyrir norðan er Eyjafjarðará en nú verður boðið uppá vorveiði þar á svæðum 0 og 1.
Opnunin í Brunná var með albesta móti. Nokkrir félagar tengdir Veiðivörur.is opnuðu ána og skiluðu stangirnar 2 sem veitt er á, á þessum árstíma, 48 fiskum. Þeir stærstu voru rétt um 80cm.
Veiðin í Litluá er iðulega mjög góð á vorin. Ekki erum við með lokatölur hjá því holli sem opnaði ána í vor en þeir náðu 60 fiskum fyrsta daginn. Við fengum nokkrar myndir lánaðar inni á www.litlaa.is
{gallery}nordurland{/gallery}