Kjósin opnaði í dag 10. apríl – Já, þeir veiða birting í kjósina á vorin en áin er ein besta sjóbirtingsá landsins auk þess að vera frábær laxveiðiá. Þeir sem opnuðu Kjósina í dag fengu ekki sama blíðviðrið og þeir sem voru við veiðar 1. apríl. Skítakuldi var við ána. Hiti rétt við frostmark, strekkingsvindur og áin víða frosin.

Veiðin var ekki mikil í dag. Einungis 2 fiskar voru komnir á land þegar veiða.is heyrði í Jón Þór Júlíussyni hjá Hreggnasa. Annar þessara fiska var þessi glæsilegi 69 cm birtingur hér til hliðar. Þeir sem standa vaktina við ána þegar hlýnar um eða eftir helgi geta átt von á veislu. Við munum birta nánari fréttir úr Kjósinni og Grímsá á næstu dögum

Smá viðauki:
Sjóbirtingstíminn í Kjósinni nær frá 10. apríl til 10. maí. Áin opnar síðan formlega þann 20. júní þegar laxveiðivertíðin hefst.

[email protected]