Veiðin í Brúará fyrir landi Spóastaða var mjög góð nú í júní. í heildina eru komnar um 150 bleikjur í bókina en því miður hefur það loðað við svæðið að margir veiðimenn skrá ekki aflann í veiðibókina. Svæðin sem gáfu hvað best nú í júní var eyrin fyrir ofan brú og Kerlingavíkin. Hefðbundar brúarárpúpur voru að gefa vel, Babbinn, brúnar víniyl pöddur og fleira í þeim dúr. Það eru lausar stangir á Brúará á næstunni. Dagurinn er á kr. 3.300 Hér má sjá upplýsingar um laus veiðileyfi.