Nú eru 15 dagar búnir af veiðitímabilinu og hafa margar skemmtilega veiðisögur orðið til á þeim tíma. Veiðin hefur gengið vel, ekki síst á sjóbirtingsslóðum. Þessi urriði hér til hliðar lét glepjast af straumflugu sem Kristján hjá Flugur og Skröksögur egndi fyrir hann um síðustu helgi í Eldvatni í Meðallandi. Hann reyndist 65cm langur og fékk hann að synda aftur útí ána að lokinni mælingu.

Það er að frétta af veiðinni í Eldvatni í Meðallandi að síðasta holl, sem lauk veiðum nú í dag, var með 13 birtinga. Sá stærsti var 90cm langur og sá næst stærsti 80cm. Flestir komu á land á neðstu svæðunum en sá stærsti veiddist ofarlega í ánni, á stað nr. 28.

Það eru laus holl í Eldvatni nú síðar í apríl. Það er um að gera fyrir veiðimenn að kíkja á þau.

[email protected]