Veiðitímabilið í Hlíðarvatni í Selvogi hefst á morgun, 1. maí. Fimm veiðifélög skipta veiðinni í Hlíðarvatni á milli sín, en leyfðar eru 14 stangir í vatninu á hverjum degi. I Hlíðarvatni veiðist fyrst og fremst bleikja en síðustu vor hefur einnig borið á sjóbirtingi í afla veiðimanna. Leyfð er veiði á flugu og spún. Hér inni á veiða.is má finna veiðileyfi á frá veiðifélaginu Árbliki en félagið á rétt á veiði á 2 stangir í vatninu. Hér má finna lausa daga í sumar. Innifalið í verðinu er veiðileyfi fyrir 2 stangir og einnig afnot af veiðihúsinu í 1 sólarhring.

Mynd: Risa bleikja sem Stefán Hjaltested veiddi í Hlíðarvatni sumarið 2014